Persónuverndarstefna


1. HVAÐ ER GERT VIÐ UPLÝSINGARNAR?
Við kaup í netversluninni tökum við niður persónulegar upplýsingar sem þú gefur okkur svo sem nafn, heimilisfang og netfang.
Þegar þú vafrar í versluninni fáum við einnig sjálfkrafa Internet Protocol (IP) tölu tölvunnar í því skyni að veita upplýsingar um vafra og stýrikerfi. Með þínu samþykki, gætum við sent þér tölvupóst um verslun okkar, nýjar vörur og aðrar uppfærslur.

2. SAMÞYKKI
Hvernig er samþykki veitt?
Þegar þú veitir persónuupplýsingar til að ljúka viðskiptum, staðfesta kreditkortið þitt, setja inn pöntun og ákveða sendingarmáta veitir þú um leið samþykki til að nota upplýsingarnar í þessum eina tilgangi.
Ef við biðjum um persónuupplýsingar í öðrum tilgangi t.d. til markaðssetningar, munum við annað hvort biðja þig beint um ótvírætt samþykki eða gefa þér kost á að hafna slíku.

Hvernig dreg ég samþykki mitt til baka?
Ef þú skiptir um skoðun eftir samþykki, getur þú dregið samþykki þitt fyrir notkun upplýsinganna til baka hvenær sem er með því að hafa samband við okkur á frk.vefverslun@gmail.com eða bréfleiðis til Rós design ehf, Garðatorgi 3, Garðabær IS 210

3. UPPLÝSINGAR
Við gætum afhent persónuupplýsingar ef við verðum skyldugir samkvæmt lögum að gera það eða ef þú brýtur skilmál.

4. SHOPIFY
Vefverslun okkar er hýst á verslunarkerfi Shopify Inc. í Bandaríkjunum. Gögnin vistast í gagnageymslu, gagnagrunnum og umsjónarkerfi Shopify. Gögnin eru á öruggum miðlara bak við eldvegg.

Greiðslur:
Ef þú lýkur kaupunum gegnum greiðslugátt þá geymir Shopify greiðslukortagögnin dulkóðuð með Payment Card Industry Data Security Standard (PCI-DSS). Viðskiptaupplýsingarnar eru geymdar aðeins eins lengi og nauðsynlegt er til að ljúka kaupunum. Eftir það er gögnum um kaupin eytt.
Valitor rekur greiðslugáttina sem þessi vefverslun notast við. Valitor geymir kortaupplýsingarnar í öruggum kerfum, ekki á greiðslusíðunni sjálfri. Valitor hefur hlotið vottun PCI DCC (Payment Card Industry Data Security Standard) sem ætlað er að draga úr hættunni á kortamisferli. Að auki tryggir Valitor öryggi kortagreiðslu þinnar með því að biðja um öryggiskóða korta (CVV2), eða MCC (öryggiskóði Masterkorta) og VbV (Staðfest af Vísa). Valitor setur strangar öryggiskröfur til söluaðila um að uppfylla PA DSS (Payment Application Data Security Standard) staðlana.

PCI-DSS er stjórnað af PCI Security Standards Council, sem er sameiginlegt átak kortafyrirtækja, Visa, MasterCard, American Express og Discover.

Nánari innsýn má fá með því að skoða skilmála Shopify á (https://www.shopify.com/legal/terms) eða Privacy Statement (https://www.shopify.com/legal/privacy~~HEAD=dobj).

7. KÖKUR - COOKIES
Vefverslunin notast við vafrakökur (e. cookies), þ.e. stuttar textarunur sem vistaðar eru á tölvum notenda, til að fylgjast með notendum hvort sem þeir deila IP tölu eða ekki. Þessar kökur eru mótteknar af vefvafra notanda og bera ekki með sér neinar persónuupplýsingar sem hægt er að nota til að bera kennsl á notendur.

8. ALDUR NOTENDA
Með því að nota þessa síðu lýsir þú því yfir að þú sért á sjálfræðisaldri og hafir gefið samþykki þitt til að börn á þínu framfæri noti þessa síðu.

SPURNINGAR OG SAMBAND UPPLÝSINGAR
Ef þú breyta einhverju varðandi aðgang að síðunni, skráningu persónulegra upplýsinga eða koma kvörtun á framfæri eða einfaldlega vilt frekari upplýsingar hafðu samband við okkur á frk.vefverslun@gmail.com eða með pósti á Rós design ehf. Garðatorgi 3, 210 Garðabæ.